Fréttir

Námið er sniðið fyrir öll þau sem vilja setja stefnuna á að þróa sig áfram seTónlist og bransinn m tónlistarfólk og vilja opna fyrir listsköpun sína á sviði tónlistar og ná betur utan um allt sem fylgir því að starfa í tónlistarbransanum. Um námið - 2ja anna nám sem er kennt í 7 helgarlotum frá september 2024 til apríl 2025. - Fyrir þau sem vilja taka næsta skref og fara að vinna að eigin laga- og textasmíðum. - Fyrir þau sem hafa ákveðið að leggja tónlist fyrir sig og vilja þróa og móta sjálfa sig sem tónlistarfólk í öruggu og jákvæðu umhverfi. - Kennsla og handleiðsla frá CVT kennurum, þekktum laga- og textahöfundum og fagfólki í tónlistarbransanum . - Meðal annars fræðsla um hvernig á að setja upp heimastúdíó, hvernig markaðset ég mig,, styrkjaumsóknir, vísindaferðir, heimsóknir frá þekktu tónlistarfólki, viðburðarstjórnun, tónleikahald, míkrafóntækni og margt fleira. - Tónlistarfólk tekur upp “demó” af lagi sem þau semja á námskeiðinu og frumflytja það síðan á lokatónleikum námskeiðsins.

Grunnnámskeiðið hefst 16. september. Kennt annan hvern mánudag og miðvikudag til 27.nóvember kl.18:00 - 22:00. Námskeiðið Söngur og CVT - Grunnur er tilvalið fyrir öll þau, 18 ára og eldri, sem vilja kynnast röddinni sinni og Complete Vocal tækninni betur og efla sjálfstraustið, hvort sem fólk vill syngja með sjálfum sér eða öðrum. Á námskeiðinu eru allir raddstílar og allar tónlistarstefnur velkomnar. Meginmarkmið námskeiðsins er að hver söngvari nái persónulegum árangri og sjái framför aðallega í tæknilegum skilningi og geti nýtt sér á sínum vettvangi.

Framhaldsnámskeiðið hefst 23. september. Kennt annan hvern mánudag og miðvikudag til 4.desember kl.18:00 - 22:00. Námskeiðið CVT Framhald er fyrir öll þau sem hafa dýft tánum í CVT tæknina og vilja halda sér við, styrkja sig sem söngvara og fara aðeins dýpra í tæknina, auk þess sem að söngvarar öðlist smá þekkingu á tónleikahaldi og bransann. Meginmarkmið námskeiðsins er að hver söngvari nái persónulegum árangri og sjái framför aðallega í tæknilegum skilningi og geti nýtt sér á sínum vettvangi.

Lagasmíðar á Leirubakka er námskeið sem hentar fyrir öll þau, 18 ára og eldri, sem vilja gefa sér tíma í að skapa og semja, fá fræðslu um lagasmíðar og hugmyndavinnu, kynnast öðru tónlistarfólki og njóta þess alls í stórbrotnu landslagi. Hver dagur byrjar á fyrirlestri um lagasmíðar, hugmyndavinnu og sköpun. Þátttakendum er síðan skipt upp í hópa og markmið hvers dags er að semja lag frá grunni. Að kvöldi skilar hver hópur inn af sínu lagi og svo er haldið hlustunargleði, þar sem öll lög dagsins eru spiluð fyrir alla þátttakendur. Um námskeiðið sjá Hildur Kristín, tónlistarkona og upptökustýra og Aldís Fjóla, tónlistarkona, Music Coach og CVT Raddþjálfi. Verð: 110.000 kr,- Hægt er að skipta eftirstöðum upp í 3-4 greiðslur áður en námskeið byrjar.

HVAÐ ER AÐ STOPPA ÞIG? Alveg síðan ég man eftir mér hefur mig langað upp á svið með mitt efni, gera vínylplötu og syngja algjörlega frá mér hjartað. Í dag hef ég gert þetta allt og þyrstir í meira. Á leiðinni hef ég mætt allskyns áskorunum. Ég hef verið óörugg, verið „bara“ söngkona, haldið að ég kynni ekki og gæti ekki og þetta væri bara það flókið ferli að litla ég gæti ekki fundið út úr því. Í grunnskóla sýndi ég píanókennaranum mínum lag sem ég samdi um köttinn minn sem dó, og fékk að vita frá henni að hún hefði heyrt það áður og þetta var ekki frumsamið lag. Eftir það fór ég nú ekki að eyða tímanum mínum í það að semja, þar sem ég var örugglega að stela frá einhverju öðru lagi. Í menntaskóla aðlagaði ég mig að öllu í kringum mig til að öllum væri nú vel við mig og ég sýndi ekki tónlistarnördið mig eða allt það ég skammaðist mín fyrir að hafa áhuga á. Ég missti sjálfstraustið og þó það hafi komið upp endrum og sinnum tók það mig 12 ár að þora að fara að semja og sýna að ég gæti fullt án þess að vera sprenglærð í tónlist. Í dag hef ég gefið út eina plötu á vínyl og á streymisveitum, gert EP plötu með mínum besta vini, get aðra EP sólóplötu og í þann mund að semja aðra með mínum uppáhalds tónlistarmanni, skipulagt og spilað útgáfutónleika á Borgarfirði eystra, spilað á tónlistarhátíðinni Bræðslunni og fyllt Iðnó með mínu efni - Tvisvar! 18 ára ég er að springa úr stolti og er líka að pæla í hvernig í ósköpunum mér tókst þetta. Nokkur atriði sem ég hef lært á leiðinni sem hjálpuðu mér og mínum heila gríðarlega mikið: - Slepptu tökunum á því að gera eitthvað fullkomið. Það er einhver rosaleg mýta sem við erum sum með innra með okkur að allt þurfi að vera fullkomið til að byrja á verkefni eða að það séu reglur með hvenær má gefa út lag, hvenær er best að halda tónleika og allskonar sem við setjum inn í hausinn á okkur sem afsakanir um að það sé ekki hægt að gera neitt núna. Slepptu tökunum á því og byrjaðu bara einhversstaðar. Sestu niður og semdu lélegt lag, bókaðu stað fyrir tónleika og fáðu panikkkast eða fáðu innblástur í kringum þig og skrifaðu allt það sem er í hausnum á þér án þess að dæma. Það er engin rétt leið í tónlist, það er bara þín leið sem þú lærir jafnóðum. - Þú þarft ekki að kunna á hljóðfæri til að semja tónlist. Þó það sé dásamlegt að læra og skilja tónlist í gegnum hljóð - og hljómfræði og allt sem tónlistarskólar bjóða upp á, þá þarftu ekki að setja það fyrir þig að þú kunnir ekkert á hljóðfæri eða í einhverri fræði og þess vegna geturðu ekki samið tónlist. Þú getur skrifað, þú getur sungið inn laglínur og fiktað allskonar og fengið síðan hjálp við það sem þú þarft hjálp við. Af því að: - Það gerir þetta engin/n ein/n Ef þú heldur að öll þau sem eru í tónlist séu bara eitthvað ein að semja, útsetja og taka upp og halda tónleika þá er það algjörlega út í hött. Auðvitað er það hægt í dag, en ef þú kemur þér ekki í gang, fáðu þá hjálp til að byrja, peppast, semja eða taka upp. Það er ekki skömm í því að semja með einhverjum, fá einhvern til að æfa með sér eða fá hjálp við samfélagsmiðla. Við erum stundum mjög föst í því að gera hlutina ein og vera föst í krumpinu okkar útaf því að við finnum ekki útúr hlutunum eða bara einfaldlega kunnum þá ekki. Fáðu hjálp við það sem þú skilur ekki og spurðu spurninga. - Þú veist ekkert nema að spyrja „Nei, þau eru svo fræg/það er svo mikið að gera hjá þessum/Þau vilja ekki vinna með mér“ eða eitthvað þess háttar sem hausinn þinn reynir að segja þér til að þú farið örugglega ekki út úr þægindarammanum, eru ekki aðstæður sem eiga sér stoð í raunveruleikanum. Þetta er eitt af mínum mottóum í dag, þar sem að ég, í miklu svitakasti, sendi skilaboð á minn upptökustjóra og meðhöfund fyrir fjórum árum að ég dýrkaði allt sem hann gerði og spurði hvort að hann vildi vinna með mér. Eftir 10 mínútur sagði hann „já, ég er til“ og ég missti andann. Spurðu þau sem þú vilt vinna með, það versta sem gæti gerst er að þú færð nei og heldur áfram lífinu. - Treystu innsæinu þínu og sjálfum þér Þetta er það mikilvægasta sem þú getur gert í lífinu. Finndu út hvað þú vilt, hvað eru draumarnir þínir en ekki annarra fyrir þig, hvað langar þig að gera í tónlist og finndu leiðina þangað.

Gleymmérei Music heldur helgarnámskeið í söng í Skagafirði helgina 10.-12.nóvember næstkomandi fyrir 16 ára og eldri. Kennt verður í félagsheimilinu Ljósheimum. Farið verður í Complete Vocal tækni og hvernig hún getur hjálpað í raddbeitingu og söng. Eftir það verða tímar þar sem hver þátttakandi fær um 20-25 mínútur fyrir framan hópinn til að syngja lag að sínu eigin vali og ráðfæra sig við kennara. Föstudagur 10.nóv - Kynning á CVT tækninni 18:00 - 21:00 Laugardagur og sunnudagur: 11:00 - 16:00/17:00 (Fer eftir fjölda þátttakenda.) Kennari er Aldís Fjóla, tónlistarkona, skólastýra Gleymmérei Music og CVT Raddþjálfi. Verð kr. 29.900,- Hægt er að skipta greiðslunni í tvennt sé þess óskað.