Music Coaching
Music Coaching
Hægt er að panta 30 mínútna kynningartíma, sem fer fram annað hvort í eigin persónu eða á Zoom. Þar er hægt að sjá hvort að þetta henti þér, hvað hægt er að vinna með og hvernig okkur líst á hvort annað.
Music Coach (Artist coach/Tónlistarpeppari ) er aðili sem aðstoðar tónlistarfólk í að finna sína leið í gegnum listrænt ferli sitt og hjálpar þeim að finna rými í sínu lífi til að sinna ástríðu sinni ásamt því að fara í gegnum hver markmiðin eru, hvernig er hægt að framkvæma þau, hvað þarf að gera og hverjir eru þeirra styrkleikar og veikleikar. Í tímunum er hægt að fara í gegnum allt sem tengist tónlistarbransanum. Sem dæmi má nefna: hvar í ferlinu þarf ég að fá hjálp, hvert áttu að leita, hvernig get ég fjármagnað tónlistarferilinn, hvernig markaðset ég mig, hvað þarf að gerast til að komast inn á Spotify lista og hvernig á að gefa út, halda tónleika, leita útfyrir landsteinana og allt þar á milli.
Ásamt öllu því praktíska sem hægt er að fara í gegnum, er einnig farið í persónulega vinnu, hvað er það sem stoppar mig í að láta drauma mína rætast, hvað hef ég lært um "alvöru vinnu" eða öll þau hugtök og gildi sem við lærum í æsku og allt það sem viðkomandi dettur í hug sem gæti verið að hamla því að láta drauma sína rætast og ná settum markmiðum. Ég sem Music Coach mæti þér í því sem þú þarft hverju sinni og við tökum tímana þaðan.
Þriggja mánaða þjálfun/Sex tímar
Við hittumst í klukkutíma á tveggja vikna fresti, í eigin persónu eða á Zoom, og förum í gegnum það sem þú sem tónlistarmanneskja þarft hverju sinni.Þú hefur aðgang að mér á milli tíma og við setjum upp markmið og tímalínu. Eftir þrjá mánuði förum við yfir ef þú vilt fleiri tíma.
Verð kr. 76.000,-
Sex mánaða þjálfun/Tólf tímar
Við hittumst í klukkutíma á tveggja vikna fresti, í eigin persónu eða á Zoom, og förum í gegnum það sem þú sem tónlistarmanneskja þarft hverju sinni. Þú hefur aðgang að mér á milli tíma og við setjum upp markmið og tímalínu.
Verð kr. 155.000,-
Einkatími í þjálfun eða tónlistarbransatali
Við hittumst í klukkutíma og förum yfir það sem þú vilt og þarft sem tónlistarmanneskja