Skilmálar
Skilmálar Gleymmérei Music
Ef þú ert að kaupa gjafabréf, námskeið eða einkatíma hjá Gleymmérei Music, samþykkir þú þessa skilmála:
- Keyptri þjónustu hjá Gleymmérei Music, hvort sem það er námskeið eða einkatímar, er almennt ekki hægt að skila né skipta. Þó er hægt að nýta keypta einkatíma upp í hópnámskeið.
- Skólagjöld fást ekki endurgreidd. Ef þátttakandi hættir á námskeiði er hann búinn að skuldbinda sig til þess að greiða fullt gjald.
- Starfsfólk Gleymmérei Music heita fullum trúnaði á persónulegum upplýsingum sem koma fram í einkatímum eða á námskeiðum.
Gjafabréf:
- Gjafabréf Gleymmérei Music eru send í tölvupósti til greiðanda, nema óskað sé eftir öðru.
- Gjafabréf Gleymmérei Music gilda í eitt ár frá útgáfudegi.
- Handhafar gjafabréfs hafa sjálfir samband við Gleymmérei Music á netfangið info@gleymmereimusic.is til að nýta það.
Einkatímar:
- Söngvari og kennari finna hentugan tíma fyrir einkatíma í sameiningu.
- Ef einkatími er afbókaður með minna en 24 klst. fyrirvara skal greitt fyrir hann að fullu og kennara er ekki skylt að bæta upp tímann.
- Forfallist kennari í einkatíma ber honum að bæta upp tímann.
Námskeið
- Við bókun á námskeið greiðist staðfestingargjald sem er óendurkræft.
- Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst.
- Forfallist söngvari í hóptíma ber kennara ekki að bæta þann tíma upp.
- Ef tími fellur niður finnur kennari tíma í sameiningu með hópnum sem hentar fyrir sem flesta í hópnum.
- Gleymmérei Music áskilur sér rétt til þess að breyta námskeiðsgjöldum á milli anna.