Námskeið
Tónlist og bransinn
Lagasmíðar, bransinn, stúdíó og tónleikahald
2ja anna nám - Hefst 26.september 2025.
Um námið
- 2ja anna nám sem er kennt í 7 helgarlotum frá september 2025 til apríl 2026.
- Fyrir þau sem vilja taka næsta skref og fara að vinna að eigin laga- og textasmíðum.
- Fyrir þau sem hafa ákveðið að leggja tónlist fyrir sig og vilja þróa og móta sjálfa sig sem tónlistarfólk í öruggu og jákvæðu umhverfi.
- Kennsla og handleiðsla frá CVT kennurum, þekktum laga- og textahöfundum og fagfólki í tónlistarbransanum
- Meðal annars fræðsla um hvernig á að setja upp heimastúdíó, hvernig markaðset ég mig, styrkjaumsóknir, vísindaferðir, heimsóknir frá þekktu tónlistarfólki, viðburðarstjórnun, tónleikahald, míkrafóntækni og margt fleira.
- Tónlistarfólk tekur upp “demó” af lagi sem þau semja á námskeiðinu og frumflytja það síðan á lokatónleikum námskeiðsins.
Þetta nám er opið öllu því fólki sem vilja þróa sig áfram sem tónlistarfólk, þvert á allar tónlistarstefnur og sama hversu stór eða lítil markmiðin eru varðandi tónlist.
Í þessu námi er markmiðið að kynna nemandanum fyrir söngvaranum, texta og lagahöfundinum, skipuleggjandanum og sviðspersónunni í sjálfu sér . Meginmarkmið námsins er að tónlistarfólkið nái persónulegum árangri, kynnist tónsmíðum, vinni markvisst í því að byggja undir sjálfstraustið og tónlistarsköpun með hnitmiðaðri vinnu og skoði hvaða stefnu þau vilja taka í sinni tónlistarsköpun.
Kennt verður hópum og unnið er í andrúmslofti sem einkennist af trausti og hreinskilni.
Þátttakendur munu í sameiningu öðlast ítarlega þekkingu og reynslu og draga fram listræna styrkleika og veikleika hvers og eins. Þetta krefjandi og árangursríka nám gerir einstaklingnum kleift að nýta sér kunnáttu sína strax að því loknu og hefja vegferð sína inn á tónlistarmarkaðinn.
Markmið
- Bjóða upp á nám fyrir tónlistarfólk sem er óháð námskrá, prófum, stigum, tónfræði og staðlaðri kennslu.
- Steypa saman söngvaranum, texta- og lagahöfundinum, skemmtikraftinum og persónunni í eina góða heild.
- Setja fókus á hvern og einn einstakling og vinna í persónulegum markmiðum.
- Að tónlistarfólk geti komið inn á eigin forsendum og fengið aðstoð í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi.
- Að veita nemendum öruggt umhverfi til að vinna að eigin tónlist og móta sig sem tónlistarfólk..
- Að þátttakendur hafi í lok námsins öðlast skýrari sýn á hverjir þau eru sem listafólk, hvert þau vilja stefna og hafi tól og tæki til að koma sér á framfæri.
- Veita innblástur, handleiðslu og stuðning.
Kennarar eru viðurkenndir Complete Vocal Techniquekennarar frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn með margra ára reynslu sem söngvarar og raddþjálfarar. Aðrirkennarar eru meðal annars þekktir texta- og lagahöfundar, upptökustjórar, hljóðfólk og annað fagfólk sem tengist inn í tónlistarbransann.
Efnistök
- Laga- og textasmíðar – Aldís Fjóla, tónlistarkona
- Lagasmíðar, útsetningar og upptökur – Vignir Snær Vigfússon, tónlistarmaður og upptökustjóri.
- Hvar byrja ég? Hvernig á að gefa út lag og plötu - Aldís Fjóla
- Túlkun & tjáning – Hvernig túlka ég lag og hvernig kem ég fram?
- Markaðssetning á tónlistarmanninum mér.
- Viðburðarstjórnun og undirbúningur tónleika
- Hvernig sæki ég um styrki fyrir tónlistina mína?
- Hvert vil ég stefna með mína tónlist?
- Hvernig kemst ég inn á Spotify playlista?
- Míkrafóntækni og hvernig á að tala við hljóðfólk.
- Frammistöðukvíðinn, sviðskrekkurinn og fullkomnunaráráttan.
- Markmiðasetning, verkefni og skipulag.
Upptaka & vinna í hljóðveri
Þátttakendur fara í stúdíó, taka upp demó af sínu lagi með hljómsveit og fylgjast með hvernig sú vinna fer fram. Að námi loknu fá þátttakendur upptökuna í hendur. Upptökustjóri er Vignir Snær Vigfússon, lagahöfundur & tónlistarmaður.
Vísindaferðir
Förum og kynnum okkur starfsemi fyrirtækja sem starfa í tónlistarbransanum og kynnumst útvarpsstöðvum og bransatengdum fyrirtækjum.
Gestafyrirlesarar
Við fáum til okkar tónlistarfólk sem hafa getið sér góðs orðs sem laga-og textahöfundar og flytjendur. Þau muni deila með okkur sinni reynslu og segja frá sinni upplifun af bransanum.
Lokatónleikar
Í lokin verður fagnað með útskriftartónleikum og almennum gleðskap þar sem þátttakendur stíga á stokk og flytja sín lög í bland við tökulög.
Frekari upplýsingar og verð:
Námskeiðið er kennt á föstudögum kl.18:00 - 22:00 og á laugardögum og sunnudögum kl.11:00 - 17:00
Þær helgar sem kennt er:
- 26.-28.september
- 24. - 26.október
- 21. - 23.nóvember
- 16.-18. janúar - ATH öll helgin úti á landi
- 13.-15. febrúar
- 20.-22.mars
- 24.-26.apríl
Auk þess sem stúdíótímar bætast við í mars í samráði við nemendur.
Kennt er í Risloftinu, Grensásvegi 8, 4.hæð, ásamt bústaðaferð og í stúdíói.
Námið kostar kr. 490.000
Við bókun greiðist kr.60.000 í staðfestingargjald, sem er óendurkræft.
Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst!
Hægt að skipta í 8-10 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greitt.
Endilega skoðið styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum.
Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma
699-4463 (Aldís Fjóla) og á
info@gleymmereimusic.is
Verð kr. 490.000,-
Hægt er að skipta greiðslunni í 8-10 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greitt.
Söngur og CVT - Grunnnámskeið
HEFST 15.september
Kennt annan hvern mánudag og miðvikudag til 26.nóvember kl.18:00 - 22:00.
Námskeiðið Söngur og CVT - Grunnur er tilvalið fyrir öll þau, 18 ára og eldri, sem vilja kynnast röddinni sinni og Complete Vocal tækninni betur og efla sjálfstraustið, hvort sem fólk vill syngja með sjálfum sér eða öðrum. Á námskeiðinu eru allir raddstílar og allar tónlistarstefnur velkomnar. Meginmarkmið námskeiðsins er að hver söngvari nái persónulegum árangri og sjái framför aðallega í tæknilegum skilningi og geti nýtt sér á sínum vettvangi.
Um námskeiðið
Lögð er áhersla á:
- Persónulega framför söngvarans.
- Kynning á Complete Vocal tækninni og hvernig hægt er að nýta hana í mismunandi söngstílum.
- Öðlast praktíska þekkingu og kunnáttu á röddinni og söngtækni.
- Algeng vandamál í söng
- Markmiðasetning og sjálfsefling.
- Raddvandamál, sem dæmi hæsi og hnúta og fyrirbyggjandi aðgerðir verna þeirra.
- Túlkun og framkoma
Nemendum er kennt í hóp og er unnið í andrúmslofti sem einkennist af trausti og hreinskilni. Þátttakendur munu deila með sér ítarlegri þekkingu og reynslu í lærdómsferli sem dregur fram listræna styrkleika og veikleika hvers og eins. Þetta krefjandi og árangursríka námskeið gerir söngvaranum kleift að nýta sér kunnáttu sína og leikni strax að því loknu. Stuðst verður við rafrænan undirleik og píanóundirleik í bland í gegnum námskeiðið.
Kennarar
Allir kennarar sem kenna á námskeiðinu hafa lokið kennaranámi við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn.
Verð og upplýsingar
- Námið kostar kr. 149.900
- Við bókun greiðist kr.30.000 í staðfestingargjald sem er óendurkræft.
- Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst!
- Hægt að skipta í 3-4 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greitt.
- Endilega skoðið styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum.
- Kennt er í Risloftinu, Grensásvegi 8, 4.hæð.
Verð kr. 149.900,-
Hægt er að skipta greiðslunni í 3-4 greiðslur sé þess óskað.
Einkatímar í söng
Einkatímar í söng hjá Gleymmérei Music henta öllum 18 ára og eldri sem vilja kynnast raddtækni og hljóðfærinu sínu betur með Complete Vocal tækninni.
- Tímarnir eru settir upp með þörfum söngvarans, hvort sem að það sé fastur tími í hverri viku eða lengra á milli tíma.
- Tímarnir henta fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, þar sem söngvarinn ræður förinni og er lagt áhersla á að finna sinn eigin stíl og sína eigin rödd.
- Allir söngstílar eru velkomnir, allt frá klassík og upp í þungarokk.
- Hver einkatími er 50 mínútur.
Í einkatímum koma söngvarar með þau lög sem þau vilja vinna með og gott er að koma með nokkur til að velja úr í hverjum tíma. Fyrsti tími fer oftast í að kynna CVT tæknina og hvaða möguleikar eru í boði með henni og síðan er sungið eftir það.
Um einkatíma sér Aldís Fjóla, CVT Raddþjálfi
1 einkatími 50 mínútur: 15.000 kr.
Fyrir upplýsingar og skráningu í einkatíma, endilega sendið póst á
info@gleymmereimusic.is og við finnum hentugt fyrirkomulag fyrir þig.
Einkatími í bransaspjalli
Vantar þig hjálp við skráningu á laginu þínu, skrifa texta um þig sem tónlistarmann, upplýsingar um hvert á að senda lög fyrir útvarp eða hvernig þú getur haldið tónleika?
Vantar þig kannski hjálp við að átta þig á hvar þú átt að byrja?
Hægt er að koma í bransaspjall til Aldísar Fjólu og hún aðstoðar þig við að henda þér út í djúpu bransalaugina.
Einkatími 1 klst: 16.000 kr.
Fyrir upplýsingar og skráningu í einkatíma, endilega sendið póst á
info@gleymmereimusic.is og við finnum hentugt fyrirkomulag fyrir þig.
Gjafabréf
Gefðu tónlistarfólkinu í kringum þig gjafabréf í söngtíma, lagasmíðar, bransaspjall eða því sem þau þurfa á að halda til að láta drauminn sinn rætast!
Endilega skráðu nafn, kennitölu og netfang greiðanda og í athugasemdir skal skrifa nafn á gjafabréfið og upphæð.
Gjafabréf Gleymmérei Music eru send í tölvupósti til greiðanda, nema óskað sé eftir öðru.
Gjafabréf Gleymmérei Music gilda í eitt ár frá útgáfudegi.
Handhafar gjafabréfs hafa sjálfir samband við Gleymmérei Music á netfangið
info@gleymmereimusic.is til að nýta það.