Námskeið
Einkatímar í söng
Einkatímar í söng hjá Gleymmérei Music henta öllum 18 ára og eldri sem vilja kynnast raddtækni og hljóðfærinu sínu betur með Complete Vocal tækninni.
- Tímarnir eru settir upp með þörfum söngvarans, hvort sem að það sé fastur tími í hverri viku eða lengra á milli tíma.
- Tímarnir henta fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, þar sem söngvarinn ræður förinni og er lagt áhersla á að finna sinn eigin stíl og sína eigin rödd.
- Allir söngstílar eru velkomnir, allt frá klassík og upp í þungarokk.
- Hver einkatími er 50 mínútur.
Í einkatímum koma söngvarar með þau lög sem þau vilja vinna með og gott er að koma með nokkur til að velja úr í hverjum tíma. Fyrsti tími fer oftast í að kynna CVT tæknina og hvaða möguleikar eru í boði með henni og síðan er sungið eftir það.
Um einkatíma sér Aldís Fjóla, CVT Raddþjálfi
1 einkatími 50 mínútur: 15.000 kr.
Fyrir upplýsingar og skráningu í einkatíma, endilega sendið póst á
info@gleymmereimusic.is og við finnum hentugt fyrirkomulag fyrir þig.
Einkatími í bransaspjalli
Vantar þig hjálp við skráningu á laginu þínu, skrifa texta um þig sem tónlistarmann, upplýsingar um hvert á að senda lög fyrir útvarp eða hvernig þú getur haldið tónleika?
Vantar þig kannski hjálp við að átta þig á hvar þú átt að byrja?
Hægt er að koma í bransaspjall til Aldísar Fjólu og hún aðstoðar þig við að henda þér út í djúpu bransalaugina.
Einkatími 1 klst: 16.000 kr.
Fyrir upplýsingar og skráningu í einkatíma, endilega sendið póst á
info@gleymmereimusic.is og við finnum hentugt fyrirkomulag fyrir þig.
Gjafabréf
Gefðu tónlistarfólkinu í kringum þig gjafabréf í söngtíma, lagasmíðar, bransaspjall eða því sem þau þurfa á að halda til að láta drauminn sinn rætast!
Endilega skráðu nafn, kennitölu og netfang greiðanda og í athugasemdir skal skrifa nafn á gjafabréfið og upphæð.
Gjafabréf Gleymmérei Music eru send í tölvupósti til greiðanda, nema óskað sé eftir öðru.
Gjafabréf Gleymmérei Music gilda í eitt ár frá útgáfudegi.
Handhafar gjafabréfs hafa sjálfir samband við Gleymmérei Music á netfangið
info@gleymmereimusic.is til að nýta það.